Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Lúðrasveitarferðalag til Scarborough

This slideshow requires JavaScript.

Lúðrasveit Stykkishólms fór nánast beint eftir spilamennsku á 17. júní s.l. í langþráð ferðalag til Englands sem stóð yfir í 6 daga. Ferðadagarnir hófust um miðja nótt og enduðu seint um dag og voru það því þreyttir spilarar og ferðafélagar sem komu á áfangastað í Scarborough á norðurströnd Englands 19. júní. Það rigndi hressilega daginn eftir en það stoppaði ekki spilaplön sveitarinnar og margar regnhlífar keyptar til að ekki yrðu allir gegnblautir. En svo kom sólin og góða veðrið og hópurinn átti góða daga. Farið var í skoðunar- og skemmtiferðir spilað fyrir fólk hingað og þangað stundum mörgum sinnum á dag. Auðvitað horfði hópurinn á leik Íslendinga og Austurríkis og fengum allstaðar hlýjar kveðjur eftir magnaðan sigurleik. Við vorum stoltir Íslendingar í Englandi. Daginn eftir kusu Englendingar sig út úr Evrópusambandinu og það fór mikið fyrir því máli í þarlendum miðlum og auglýsingar um með og móti mátti sjá út um allt. Scarborough er mjög fallegur strandbær byggir á langri sögu allt aftur til víkinganna og á mörgum hæðum eins og Stykkishólmur, út um allt voru bekkir þar sem fólk sat og horfði yfir sjóinn lífið á höfninni, ekki ósvipað og á Súgandisey, meira að segja bátarnir báru skammstöfunina SH.

anna@anok.is