Mannamót 2017

dsc_0631Fimmtudaginn 19. janúar fer fram fundur markaðsstofa landhlutanna í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík. Fundurinn ber heitið Mannamót og er hann haldinn fyrir samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landbyggðinni. Þar gefst fyrirtækjum af landbyggðinni tækifæri á þvi að sýna sig og sjá aðra.

Áhersla fundarins verður á verarferðamennsku.

Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og sjá þær um markaðssetningu ferðaþjónustu í samvinnu við fyrirtæki, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila. Fram kemur á heimasíðu markaðsstofanna, markadsstofur.is, að þær starfi með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum.

Alls verða 16 fyrirtæki í ferðaþjónustu af Snæfellsnesi á svæðinu, sum gamalgróin og þekkt en jafnframt nokkur ný af nálinni. Nánar verður sagt frá fundinum að honum loknum inn á Snæfellingar.is