Menningarstyrkir veittir

Stjórn lista- og menningarsjóðs í Stykkishólmi hefur farið yfir umsóknir og tillögur að úthlutun styrkja. Samþykkt var að veita eftirtöldum félagasamtökum og viðburðum peningastyrki, frá 120.000 kr. til 250.000 kr.

Emblur – 180.000 kr.

Júlíana – Hátíð sögu og bóka – 150.000 kr.

Kór Stykkishólmskirkju 180.000 kr.

Listvinafélag Stykkishólmskirkju – 180.000 kr.

Ljúfmetismarkaður – 120.000 kr.

Lúðrasveit Stykkishólms – 200.000 kr.

Skotthúfan – Norska húsið – 150.000 kr.

Sumarsýning í Norska húsinu – 150.000 kr.

Leikfélagið Grímnir – 250.000 kr.