Námskeið í steinhöggi

Síðast liðna helgi var haldið námskeið í steinhöggi á Snæfellsnesi. Það fyrsta á Íslandi svo vitað sé til. Vonir eru bundnar við meira samstarf á þessu sviði í framtíðinni, t.d. í samvinnu við skóla á Snæfellsnesi, útilistaverk og skapandi ferðaþjónustu. Leiðbeinandi er Gerhard König högglistamaður. Markmið námskeiðsins var að virkja sköpunargáfu þátttakenda og vinna með efni af  Snæfellsnesi. Námskeiðið verður endurtekið 3.-4. september n.k. og endar á sýningu í Stapagili. Þátttakendum stendur til boða að vinna undir leiðögn á Arnarstapa í sumar. Öll verkfæri á staðnum. Aðal viðfangsefnið er steinhögg en auk þess fá þátttakendur að vinna með rekavið og annan efnivið.
Námskeiðið er haldið í samvinnu Svæðisgarðsins Snæfellsness og Símenntunar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands.