Niðurstöður kosninga

Niðurstöður kosninga hér í Stykkishólmi s.l. helgi voru þannig að H-listi fékk 4 fulltrúa kjörna, L-listi einn fulltrúa og O-listi 2 fulltrúa. Atkvæði skiptust þannig:

H: 329        44,64%

L: 163        22,12%

O: 223         30,26%

Auðir: 13 1,76%

Ógildir: 9 1,22%

Alls: 737 100%

Á kjörskrá voru voru 833. Kjörsókn var 88,48%

Umræður hafa orðið í fjölmiðlum um réttmæti reiknireglu sem liggur að baki útreikningsins um fjölda fulltrúa. Reglan sem kennd við D’Hondt felst í því að deilt er í atkvæðatölu hvers lista með tölunum 1,2,3,4 o.s.frv. og hæstu útkomurnar gefa fulltrúa jafnmarga og kjósa á. Útbreiddari regla í dag sem notuð er víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum er kennd við Webster/Sainte-Laguë og hefði sú reikniregla gefið aðrar niðurstöður víða um land. Burtséð frá því þá er gaman að skoða tölur hér í Stykkishólmi aftur í tímann.