Norðurljósin 20.-23. október 2016

3y6a5797
Tónleikar í Stykkishólmskirkju

Nú eru hlutirnir farnir að hreyfast hratt vegna menningarhátíðarinnar og undirbúningur í fullum gangi. Erum í óða önn að fylla inn í dagskrána. Mörg atriði eru ákveðin og önnur komin langt á veg. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum, endilega hafa samband sem allra fyrst. Einnig ef verslanir/fyrirtæki vilja breyta opnunartíma eða vera með einhverjar uppákomur í tilefni Norðurljósahátíðarinnar þá endilega hafið samband á netfangið nordurljosin@stykkis-holmur.is eða hafið samband við Þórunni Sigþórsdóttur s. 894-1421.

Undirbúningsnefdin