Nú ljóma aftur ljósin skær

drammen-juletre-3Sl. föstudag komu bæjarbúar Stykkishólms saman í Hólm- garði til að tendra ljósin á jólatré bæjarins. Tréð ferðaðist alla leið frá Drammen í Noregi en hann er vinabær okkar Hólmara. Tónlistarnemar frá Tónlistaskóla Stykkishólms spiluðu og sungu nokkur jólalög með aðstoð kennara sinna og myndaðist regluleg jólastemning. Fyrstu bekkingar úr Grunnskóla Stykkishólms fengu að venju það stóra hlutverk að kveikja ljósin á trénu. Þegar tréð hafði baðað bæjarbúa ljóma, komu jólasveinar með mandarínur í poka til að gefa börnunum og svo dönsuðu allir saman í kringum jólatréð og sungu jólalög. Kvenfélagið Hringurinn var í Freyjulundi með heitt súkkulaði og smákökur sem var kærkomið.

This slideshow requires JavaScript.