NV-kjördæmi á fulltrúa í ríkisstjórn

disa1_2-vef2Tekist hefur að mynda ríkisstjórn rúmum 10 vikum eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð komust að niðurstöðu og undirrituðu stjórnarsáttmála í vikunni. Búið er að skipa í ráðherraembætti og eiga kjósendur í NV-kjördæmi fulltrúa þar. Það er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir en hún vermdi 2. sæti lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Hún kemur til með að fara með málefni ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar í atvinnuvegaráðuneytinu.

Þórdís er frá Akranesi og á m.a. ættir sínar að rekja til Vestfjarða. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað í innanríkisráðuneytinu og sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Formenn flokkanna í ríkisstjórn munu allir gegna ráðherraembættum. Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra.