Nýr útibússtjóri

img_5043Búið er að ganga frá ráðningu á nýjum útibússtjóra Arion banka á Snæfellsnesi. Eru það tvö útibú sem heyra undir það, í Stykkishólmi og Grundarfirði. Núverandi útibússtjóri, Kjartan Páll Einarsson lætur af störfum í lok vikunnar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Nýi útibússtjórinn er Aðalbjörg A. Gunnarsdóttir, þjónustustjóri í Grundarfirði. Til viðbótar við útibúin tvö á Snæfellsnesi mun hún jafnframt taka við stjórnun útibúsins í Búðardal. Aðalbjörg hefur starfað í ýmsum störfum hjá Arion banka og forverum hans síðan árið 2001. Hún tekur við nýju stöðunni um mánaðamótin og verður hún áfram staðsett í Grundarfirði.
Útibúin í Stykkishólmi og Grundarfirði hafa verið rekin sameiginlega í töluverðan tíma og mun engin breyting verða á rekstrinum með nýjum stjóra.

GSG/frettir@snaefellingar.is