Opinn dagur í X-inu

img_2903
Vöfflubakstur á fullu

Miðvikudaginn 2. nóvember sl. var opið hús hjá Félagsmiðstöðinni X-inu. Vel var mætt hjá öllum aldurshópum.

Þegar blaðamann bar að garði ilmaði félagsmiðstöðin af nýbökuðum vöfflum og kaffi sem var kærkomið þegar komið var inn úr kuldanum. Voru krakkarnir í óðaönn að baka vöfflur fyrir gesti og bera fleiri kræsingar á borð.

img_2909
Stund milli stríða

Gestunum var boðið að spreyta sig á spilum og leikjum til að kynnast starfinu frá fyrstu hendi. Gripu sumir í borðtennisspaða og aðrir í fótboltaspil, aðrir gæddu sér á vöfflunum og spjölluðu við krakkana í félagsmiðstöðinni.

Agnes Helga Sigurðardóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, segir að mætingin í X-ið sé góð eða í kringum 20-30 unglingar hvern dag. Það er álíka mikið og mæting í félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem þjónusti um 200-300 manns. Í X-inu er þéttskipuð dagskrá fyrir krakkana og sjá þau um að móta hana sjálf.

img_2917
Sumir komu sér fyrir í Ástarhreiðrinu og spjölluðu