Orðsending til útvegsmanna í Stykkishólmi

stykkisholmsbaer_840x630Útgerð Arnars ehf. hefur gert samning við Melnes ehf. í Rifi, Snæfellsbæ um sölu á Arnari II SH 557, skipaskrárnúmer 7461 og krókaaflahlutdeild og krókaaflamarki bátsins.
Krókaaflamark fiskveiðiársins 2014/2015 vegna krókaaflahlutdeildarinnar var tæp 57 tonn af þorski, um 1.2 tonn af ýsu, 1.5 af ufsa, 1.2 tonn af blálöngu og um 0.6 tonn af öðrum tegundum, alls 60,95 þorskígildistonn.
Með vísan til 3. mgr. 12. greinar laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða hefur Stykkishólmsbæ verið boðinn forkaupsréttur að Arnari II SH 557, skipaskrárnúmer 7461 ásamt krókaaflhlutdeild og krókaaflamarki.
Um leið og vakin er athygli á því að bæjarstjórn þarf að taka afstöðu til forkaupsréttar er upplýsingum komið á framfæri um þessa fyrirhuguðu sölu bátsins og aflaheimilda sem æskilegt væri að gætu áfram nýst útgerð, fiskvinnslu og starfsmönnum hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í Stykkishólmi.
Um leið og vakin er athygli á þessum samningi er óskað eftir viðbrögðum þeirra sem kunna að vilja nýta sér þann möguleika að ganga inn í fyrirliggjandi samning. Berist tilboð um að ganga inn í þessi kaup mun Stykkishólmsbær nýta sér forkaupsréttinn. Tilboð skulu hafa borist undirrituðum fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 17.mars n.k. Undirritaður veitir allra frekari upplýsingar. Tilboð verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs sem verður haldinn fimmtudaginn 19.mars n.k.
Stykkishólmi, 13.mars 2015
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri
Netfang: sturla@stykkisholmur.is
Sími:8638888