Öskudagur 2016 Stykkishólmi

Mikið fjör var að venju í Stykkishólmi þennan öskudag.  Í leikskólanum og grunnskólanum var skólahald litað þessum degi og mikið fjör.  Strax eftir hádegið var safnast saman kl. 13.30 við Tónlistarskólann þar sem lagt var af stað í skrúðgöngu og gengið um bæinn upp á Íþróttahúsi og stoppað víða á leiðinni þar sem sungið var hástöfum fyrir sætindi.  Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi hafði veg og vand að skrúðgöngunni ásamt dagskrá í Íþróttahúsinu fyrir yngri krakkana og sundlaugarpartýii um kvöldið fyrir eldri krakkana.  Hebbarnir fóru í sína tíundu öskudagsgöngu og enduðu daginn á Narfeyrarstofu í kaffi. Þannig skemmtu alllir aldurshópar sér þennan Öskudag.

Nokkrar myndir frá deginum teknar af Önnu hjá Stykkishólms-Póstinum og Eveline Hebbakonu.

Myndir frá Hebbunum

Myndir úr sundlaugapartý

Myndir úr íþróttahúsinu

Myndir úr göngunni