Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Páskamótið í Pítró

playing-cardsÞau leiðu mistöku urðu við vinnslu páskablaðsins okkar að staðsetning Pítrómótsins sem verður á Skírdag var röng.  Mótið verður haldið á Skildi og opnar húsið kl. 20 en keppni hefst kl. 20.30

Allir eru velkomnir bæði spilamenn sem áhorfendur.

Verðlaun eru í boði BB&sona

Spilagjald verður 1000 kr. á manninn og kaffi á könnunni.

Að venju eru það Lárus Ástmar Hannesson og BB og synir sem standa að Pítrómótinu.