Pítró bræður keppa

Íslandsmótið í Pítró var haldið á Skildi 30.desember. Að mótinu standa að venju kvenfélagið Björk í Helgafellssveit og Lárus Ástmar Hannesson. Keppt var í tveim riðlum og hefur riðlakeppnin aldrei verið jafnari eins og Lárus segir í Facebook færslu eftir mótið. Efstu tvö pörin úr hvorum riðli spiluðu til úrslita. Efstir úr riðli eitt voru Jónas Sigurðsson og Lárus Ástmar Hannesson og í öðru sæti voru Herborg Sigríður Sigurðardóttir og Jóhann Gunnlaugsson. Efstir úr riðli tvö voru bræðurnir úr Öxney þeir Þórður Kakali Sighvatsson og Þórarinn Sighvatsson. Í öðru voru Þingvallabræður af Borgarætt þeir Kári og Ísak Hilmarssynir. Hilmarssynirnir lögðu Jónas og Lárus í undanúrslitum og Þingvallabræður sigruðu Siggu og Jóa Gunnlaugs. Til úrslita spiluðu því um þriðja sætið Sigga og Jói á móti Jónasi og Lalla og endaði sú viðureign með sigri Jónasar og Lalla. Það var því sannkallað bræðraeinvígi um fyrsta og annað sætið. Það voru Öxneyjarbræður sem sigruðu að lokum Hilmarssynina enda mjög einbeittir og með fókusinn algjörlega í lagi, segir ennfremur í færslu Lárusar.
Íslandsmeistararnir og bræðurnir Þórður Kakali Sighvatsson og Þórarinn Sighvatsson bera því titilinn með réttu og eru færðar hamingjuóskir.