Póstþjónusta breytist

posturinn_nytt_logoEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Íslandspósti verið heimilað að breyta þjónustu sinni í dreifbýli. Dreifingardögum mun fækka í dreifbýli og nær það til dreifbýlis hér á Snæfellsnesi.
Frá 1. mars verður dreift í dreifbýli annan hvern dag og mun t.d. dreifing á Stykkishólms-Póstinum í dreifbýli þannig verða dreift annaðhvort á fimmtudegi eða föstudegi. Vert er að benda á það í þessu samhengi að blaðið birtist á vefnum seinnipart miðvikudags! Breytingar þessar víða um land hafa í för með sér breytingar á starfshlutföllum og stöðugildum en skv. upplýsingum frá Símoni Hjaltalín stöðvarstjóra í Stykkishólmi munu breytingarnar ekki hafa áhrif á starfshlutföll hér.Gjaldskrá póstsins hefur hækkað frá síðustu áramótum og má nefna í því samhengi að burðargjald undir bréf hækkar úr 159 krónum í 170 krónur. Hörð gagnrýni hefur komið fram frá Félagi atvinnurekenda á Póst- og fjarskiptastofnun sem heimilar hækkunirnar og breytingu á þjónustu Íslandspósts.

frettir@snaefellingar.is