Rafmagnslaust í Stykkishólmi og Grundarfirði

 

Mynd frá því snemma í morgun sem Jón Þór Eyþórsson tók.

Rafmagn fór af Grundarfirði og í Stykkishólmi  upp úr kl. 8:30 í morgun.  Elding laust niður í spennubreyti í Staðarsveit skv. upplýsingum frá Rarik.  Erfiðlega gengur að komast að viðgerðarstað vegna veðurs væntanlega verður rafmagn komið á um kl. 10

Byrjað er að keyra varaflsstöð í Stykkishólmi og er rafmagn komið á einhverja hluta Stykkishólms.  Svo virðist sem hitaveitan sé ekki komin inn og því farið að kólna innandyra.

Snæfellsnesvegi var lokað um tíma vegna eldingar sem fór í rafmagnsstaur og féll á veginn sem er orsök rafmagnsleysisins.

15145216_215620715531096_321277633_oLeikskólinn í Stykkishólmi er án rafmagns og verið er að hafa samband við foreldra til að sækja börn sín.  Ekkert heitt, vatn, rafmagn eða hiti er á leikskólanum og ekki vitað hvenær rafmagn kemst ár.

Rafmagn er smátt og smátt að komast á í Stykkishólmi en varaflsstöðvar eru í gangi auk þess sem rafmagn kemur frá Búðardal.

15126128_215620755531092_419804831_o15128701_215620832197751_1584660547_n15129983_215620805531087_2147343397_n

Myndir frá viðgerð bárust rétt í þessu. Myndirnar tók Hafþór Benediktsson.

 

Uppfært kl. 15:20