Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Rekstur hafnarinnar gengur betur

Á fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar 6. október s.l. var m.a. farið yfir rekstur hafnarinnar það sem af er ári, sem kom betur út en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig var rætt um nauðsynlega breytingu á gjaldskrá vegna löndunar á þara og þangi. Skipulagsmálin voru rædd en verið er að vinna að deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Einnig var á fundinum tekin fyrir beiðni um uppsetningu minnisvarða við höfnina um mótorbátinn Blika sem fórst með allri áhöfn 28. janúar 1924.

sp@anok.is