Rifist við hrafn

Í sumar setti Háskólasetur Snæfellsness upp tvær hreiðurmyndavélar við grágæsahreiður í Stakksey og Landey. Vélarnar eru venjulega notaðar við vöktun á æðarhreiðrum en sökum þess hve æðarvarp hófst seint var ákveðið að prófa búnaðinn á gæsahreiður. Vélarnar taka myndir við hreyfingu og einnig á ákveðnum stilltum tíma. Meðfylgjandi mynd er frá Stakksey en þar lenti grágæsin í miklum deilum við hrafn sem sótti að hreiðri hennar sem staðsett var við steininn vinstra megin á myndinni.  Sjá nánar hér