Rúmlega 28.000 bækur

Viðbyggingin við Grunnskólann í Stykkishólmi
Viðbyggingin við Grunnskólann í Stykkishólmi

Safnkostur Amtsbókasafnsins í lok október 2016 var 34.122 eintök, þ.a. 28.312 bækur. Það sem gengur af eru DVD-myndir, tímarit, hljóðbækur o.fl. Eintökum fjölgar ár frá ári en í lok árs 2015 voru eintökin 33.563 (27.980 bækur) og árið 2014 voru þau 32.834 (27.529 bækur).

Útlánum fer hins vegar fækkandi. Árið 2013 voru útlánuð gögn 9.428, ári síðar voru þau 8.748 og árið 2015 voru útlán 7.542.

Þessar upplýsingar koma fram í fundargerð safna- og menningarmálanefndar frá 15. nóvember sl.

Það styttist óðum í að Amtsbókasafnið flytji starfsemi sína í nýja byggingu við Grunnskólann en áformað er að það gerist næsta haust. Afhenda á núverandi húsnæði í byrjun maí og verið er að vinna að undirbúningi breytinganna, þ.e. hvar safnkosturinn verður í millitíð og hvort flytja eigi alltsaman.