Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Samkór Kópavogs og Breiðfirðingakórinn í Stykkishólmskirkju

Samkór Kópavogs - mynd (3) copy

BREIÐFIRÐINGAKÓRINNNæst komandi laugardag heldur Samkór Kópavogs tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 þar sem Breiðfirðingakórinn í Reykjavík verður gestakór.
Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af framsæknum og söngelskum Kópavogsbúum og fagnar því 50 ára afmæli sínu nú í ár. Kórinn er nú skipaður áttatíu félögum en þess má geta að nokkrir Snæfellingar eru þar á meðal. Söngstjóri kórsins frá árinu 2013 er Hólmarinn, Friðrik S. Kristinsson. Tæplega fimmtíu félagar syngja í Breið-firðingakórnum í Reykjavík undir stjórn Julian W. Hewlett.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og við allra hæfi. Miðaverð er kr. 1.500 en frítt er fyrir eldri borgara.

frettir@snaefellingar.is