Samningur runninn út

vesturlandSamningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runninn út. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá í síðustu viku. Það er jafnframt tillaga bæjarráðs að kanna vilja sveitarfélaganna á Vesturlandi til þess að endurnýja samninginn, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Sérstaklega er það lagt til að skoðað verði hvort ekki sé heppilegt að þjónustusvæðið verði brotið upp og í stað þess að hafa eitt sameiginlegt þjónustusvæði verði þau fleiri, til að mynda verði Snæfellsnes hugsanlega eitt þjónustusvæði.

frettir@snaefellingar.is