Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Síðustu sýningar um helgina

Leikfélagið Grímnir frumsýndi fyrir nokkru leikverkið Beðið í myrkri í sýningarrými í Rækjunesi á Reitarveginum. Uppsetningin er stórskemmtileg og gaman að upplifa kraftinn í hópnum sem kemur að sýningunni að þessu sinni. Rýmið er hrátt en spennandi og það er sýningin líka sem er stórskemmtileg glæpasaga sem vakið hefur lukku.
Nú er komið að þáttaskilum því síðustu sýningar á verkinu verða um helgina, laugaraginn og sunnudaginn kl. 20. Hólmarar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna á sýningarnar og styðja við starf leikfélagsins og njóta stundarinnar með ungu leikurunum.
sp@anok.is