Sjómenn heiðraðir

11063817_822480751181704_1469201949963379586_nVið sjómannadagsguðsþjónustu í Stykkishólmskirkju síðastliðinn sunnudag voru tveir sjómenn heiðraðir við athöfnina. Jens Óskarsson og Pétur Ágústsson. Á myndinni má sjá þá með konum sínum, Ingveldi Ingólfsdóttur og Svanborgu Sigurgeirsdóttur.
Þetta var hátíðleg stund eins og alla jafna á sjómannadag og fjölmenni í kirkju. Karlakórinn Kári söng af miklum krafti við athöfnina.
sp@anok.is/ljósmynd: Stykkishólmsprestakall