Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Skarkali í Stykkishólmskirkju

Í júlí verður nóg um að vera á tónlistarsviðinu hér í Stykkishólmi. Í Stykkishólmskirkju verða fernir tónleikar, eins og fram kemur í auglýsingu frá Listvinafélagi kirkjunnar í blaðinu. Fyrstu tónleikar mánaðarins í kirkjunni eru með ungum hæfileikamönnum á íslenska djasssviðinu í Tríói Skarkala. Tríóið er skipað þeim Inga Bjarna Skúlasyni píanóleikara og lagahöfundi, Valdimar Olgeirssyni kontrabassaleikara og Óskari Kjartanssyni trommara. Skarkali hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur auk þess sem tríóið tók þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets árið 2013. Ingi Bjarni var tilnefndur árið 2014 til íslensku tónlistarverðlaunanna sem efnilegasti djasstónlistarmaður Íslands. Diskur með efni tríósins er nýkominn út og verður tónlistin á honum m.a. flutt á tónleikunum sem hefjast kl. 20, miðasala er við innganginn, miðaverð 1.500 kr.

Sætabrauðsdrengirnir
Sætabrauðsdrengirnir
Sætabrauðsdrengirnir, Bergþór, Gissur Páll, Viðar, Hlöðver og Halldór verða svo í Stykkishólmskirkju að viku liðinni. Forsala miða fer fram á midi.is
Nánari upplýsingar um tónleika í Stykkishólmskirkju er að finna á www.stykkisholmskirkja.is

sp@anok.is