Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Skipulagsmál

Fundur var haldinn í Skipulags- og byggingarnefnd 15. ágúst s.l. Fundurinn var síðasti fundur núverandi skipulags- og byggingarfulltrúa Sigurbjarts Loftssonar.

Meðal mála sem voru á dagskrá voru viðbygging við Nesveg 9 og 9a hjá Vélaverkstæðinu Hillara en samþykkt var að gefa út byggingarleyfi vegna viðbyggingar við húsnæði og stækkun lóðar.

Byggingarleyfisútfgáfu vegna Skólastígs 2 var vísað til bæjarráðs. Arnar Hreiðarsson sækir um fyrir hönd hundaeigenda að setja upp hundagerði við Aðalgötu 26 (bensínstöð Orkunnar).

Umsókninni er hafnað og lagt til að setja upp hundagerði utan þéttbýlis t.d. við Ögursafleggjara.

am/frettir@snaefellingar.is