Skólaslit Grunnskóla Stykkishólms

Það var hátíðleg stund að vanda þegar Grunnskóla Stykkishólms var slitið í síðustu viku. Athöfnin fór að venju fram í Stykkishólmskirkju. Það sem gerði þó athöfnina öðruvísi nú en oft áður að skólastjóri GSS, Gunnar Svanlaugsson, til 22 ára var að slíta skólanum í síðasta sinn. Auk hans eru fjórir kennarar sem kveðja skólann að þessu sinni. Það er óhætt að segja að það fari ekki allir skólastjórar í fötin hans Gunnars þegar kemur að allmennu stuði og stemningu.  Gunnar stýrði fjöldasöng við athöfnina eins og honum einum er lagið auk þess sem hann tók lag fyrir gesti sem hann flutti í skólahljómsveit í Hólminum árið 1968. 10 bekkur kvaddi skólann sinn og verðandi 1. bekkur var boðinn velkominn.  Hér að neðan má sjá brot af tónlistaratriðum.