Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Skólaslit Tónlistarskólans

Tónlistarskóla Stykkishólms var slitið við hátíðlega athöfn s.l. miðvikudag í Stykkishólmskirkju. Viðburðarríku skólaári er lokið sem litaðist nokkuð af verkföllum en betur fór en á horfðist um tíma og gátu nemendur lokið sínu námi skv. áætlun. Um 110 nemendur stunduðu nám við skólann s.l. skólaár. Ljóst er að breytingar verða á starfsliði skólans næsta skólaár, þar sem Anette Markvoll er á förum aftur til Noregs eftir 2ja ára dvöl hér í Stykkishólmi og Lárus Pétursson lætur af störfum vegna aldurs. Í máli skólastjóra Tónlistarskólans við skólaslitin kom fram að einhverjar breytingar verði á kennsluhlutfalli kennara til að mæta niðurskurðarkröfu fyrir næsta skólaár eða gildi annarar stöðu. Þessa dagana stendur innritun yfir fyrir næsta skólár og lýkur 5. júní n.k. Allir sem hyggja á skólavist, verða að sækja um.
sp@anok.is