Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Skólaslit

gssGrunnskóla Stykkishólms var slitið fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn í Stykkishólmskirkju. Að venju var fjölmenni við skólaslitin og voru nýir nemendur boðnir velkomnir og þeir elstu kvaddir. Breytingar verða á starfsliði skólans næsta vetur en þar ber e.t.v. helst til tíðinda að kennararnir Ágústína Guðmundsdóttir og Eyþór Benediktsson, sem kennt hafa um árabil við skólann, hætta. Ágústína mun þó sinna skilgreindum verkefnum næsta vetur fyrir skólann. Tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla Stykkishólms voru flutt við athöfnina og hafa líklega sjaldan verið fjölmennari.

sp@anok.is