Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snúningur – Núningur

leir7S.l. laugardag var líflegt í Stykkishólmi þar sem bæði Norska húsið og Leir 7 voru með sýningaropnanir. Sýningin í Leir 7 nefnist Snúningur – Núningur þar sem átta listamenn koma saman og sýna. Viðfangsefnið eru myndir af keramiki. Helgi Þorgils Friðjónsson er sýningarstjóri. Sumarsýning Leir7 stendur fram í september. Þetta er fjórða sumarið sem efnt er til sýninga, en þær hafa verið afar fjölbreyttar og flestar snúist um keramik eða önnur efni sem sýnendur hafa unnið með eigin höndum með aðferðum sem þeim er tamt að vinna með. Þar með er sumaropnun farin í gang í Leir7 en þar er opið alla virka daga milli kl. 14 og 17, laugardaga frá kl. 14-16.

sp@anok.is