Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Söngdjass og orgel í Stykkishólmskirkju

stykkisholmskirkjaMikið er um að vera í Stykkishólmskirkju þessa dagana, unnið er hörðum höndum að viðgerðum á kirkjunni en einnig eru tónlistarviðburðir framundan.
N.k. sunnudagskvöld verða léttir djasstónleikar þar sem tónlist Bjarkar hefur verið útsett fyrir söngkonu og hljóðfæraleikara. Það er djasssöngkonan Stína Ágústsdóttir sem er í broddi fylkingar en hún hefur getið sér gott orð fyrir flutning á tónlist Moniku Zetterlund s.l. ár. Kvartettinn 23/8 er á hljómleikaferðalagi um Ísland þessa dagana og er mikil eftirspurn eftir tónleikum þeirra m.a. verða tvennir tónleikar í Norræna húsinu í Reykjavík nú um helgina. Á þriðjudaginn kemur síðan rúmenski orgelleikarinn János Kristófi, en hann er kominn hingað til lands til spila á Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Báðir tónleikar hefjast kl. 20, miðaverð er kr. 2.000 og posi á staðnum.
sp@anok.is