Spurning vikunnar

Unnið af nemendum á blaðamannanámskeiði

img_5403Eydís Bergmann Eyþórsdóttir

 

Hvað ætlarðu að gera á aðventunni?

– Verð mikið að vinna og ætla að njóta þess að vera með fólkinu mínu og sjá hvað er að gerast í bæjarlífinu, og hvað þið eruð að gera líka.

Hvað borðarðu um jólin?

– Yfirleitt er nú svínahamborgarhryggur heima hjá mér, en stundum splæsi ég í eina kalkúnabringu bara fyrir mig og svo er meðlæti.

Hvað finnst þér um nýju gatnamótin?

– Sko, ég var nú eiginlega dálítið hissa þegar þetta kom en ég bíð nú eiginlega bara eftir snjónum og að Saurarnir og BB og synir moki þessu öllu í burtu. Ég er búin að láta Vegagerðina vita að þetta er alveg út í hött.

 

 

img_5406Halldór Jóhann Kristinsson

 

Hvað ætlarðu að borða á aðfangadagskvöld?

– Svínakjöt

Hvað ætlarðu að gera á aðventunni?

– Bara vera með fjölskyldunni.

Hvað finnst þér um nýju gatnamótin?

– Löngu tímabært.

Hvað ætlarðu að gera við skófluna?

– Taka frá húsinu heima, ég hélt það væri að koma snjór. Nei enginn snjór á næstunni.

 

img_5410Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir

Hvað ætlar þú að borða á aðfangadagskvöld?

– Hamborgarhrygg heima hjá mömmu.

Hvað gerirðu á aðventunni?

– Ég bara nýt þess að vera með fjölskyldunni í vinnunni og bara nýt lífsins.

Hvað finnst þér um nýju gatnamótin?

– Bara fín, truflar mig ekki. Það er fínt að fara yfir götuna þarna.

 

 

img_5408Guðrún Gunnarsdóttir

Hvað hefur þú um jólin?

– Hamborgarhrygg.

 

Hvað ætlarðu að gera á aðventunni?

– Bara hafa það kósý.

Hvað finnst þér um nýju gatnamótin?

– Þau eru bara fín, þó ég hafi gleymt þeim áðan, [Hún labbaði framhjá þeim, innsk. blm.] tekur tíma að venjast þessu. Mér fannst samt ekki taka því að fara að labba til baka. En ég geri það hér eftir.

 

img_5404Guðlaug Ágústsdóttir

Hvað ætlar þú að hafa að borða um jólin?

– Ég hef hangikjöt.

Hvað gerir þú á aðventunni?

– Mér finnst gaman að rápa um Stykkishólm, fara í Norskahúsið, í búðirnar, Leir 7. Ég baka og kaupi jólagjafir, alltaf á seinustu stundu, baka laufabrauð.

Hvað finnst þér um nýju gatnamótin?

– Þessi hérna? Æji veistu mér líst eiginlega ekkert á þau, eins og örugglega flestum, en maður verður að vera jákvæður.