Stóra hamborgarakeppnin

nota-img_8565-2 Skúrinn stendur fyrir skemmtilegri hamborgarakeppni sem stendur út nóvember. Þar voru fengnir til fjórir matgæðingar til að setja saman hamborgara. Þessir borgarar hafa allir fengið flott nafn og sá sem fær mesta sölu verður settur á matseðilinn. Matgæðingarnir sem eiga þessa borgara eru Summi, Elín Sóley, Hemmi og Berglind Þorbergs.

Nemendur á blaðamannanámskeiði skelltu sér á Skúrinn og áttu þar gott kvöld. Erindið var að smakka alla borgarana fjóra og meta útlit og gæði.

Það er skemmst frá því að segja að okkur var mjög vel tekið og fengum mikla og góða þjónustu. Hvert okkar fékk 1/ 4 úr hverjum borgara þannig að allir fengu að smakka allar tegundirnar. Þetta leystu þau Þóra Magga og Svenni faglega og smart. Hver borgari var merktur ólíkum fána svo allt væri nú á hreinu og við öll gætum smakkað sama borgarann samtímis og metið bragðið. Það var gaman að fá að smakka alla og bera þá saman.

Hópurinn var sammála um að staðurinn væri snyrtilegur, góð þjónusta og snyrtingar merktar á skemmtilegan hátt. Gaman að skoða myndirnar sem skreyta staðinn en þær sýna uppbygginguna á Skúrnum.nota-img_8567-2

Það var töluvert að gera þetta kvöld, margir komu og sóttu sér mat, aðrir borðuðu á staðnum. Fjölskylda sat á næsta borði við okkur og biðu börnin þar spennt eftir matnum. Þeim var boðið að koma og fylgjast með Svenna elda matinn þeirrra. Sóttur var stóll og þeim leift að standa þar og fylgjast með eldamennskunni, já þarna var öllum vel sinnt og óhætt að segja að staðurinn er barnvænn.

Hamborgararnir hafa allir flott nöfn.

Það eru: Boba Fett, Skvísan, Clinton og Nágranninn.

Allir eru þeir góðir en mis góðir samt.

Mjög vel útilátnir, girnilegir og verðið við flestra hæfi.

Nr 1. Skvísan – Heldur sterkur en góður. Sterkt eftirbragð. Ostur og beikon svakalega gott.

Nr 2. Clinton – Mætti vera meiri piparostur en góður.

Nr 3. Nágranninn – Mætti vera sterkari og meiri ostur.

Nr 4. Boba Fett – Mjög góður fyrir þá sem líkar hvítlaukur.

Boba Fett var sá borgari sem féll best að okkar smekk þetta kvöld. Við viljum hvetja fólk til að skella sér á Skúrinn og njóta.

Bestu þakkir fyrir okkur.

Nemendur á blaðamanna námskeiði

Helgi, Hanna, Jóhanna, Davíð og Ollý.