Stykkishólmur og Hólmarar

astahermannsdottir_1980Það er hægt að gera ýmislegt í páskafrí eftir að krossgátan í blaðinu þessa vikuna hefur verið leyst og greinar lesnar. Á Facebook var stofnaður fyrir nokkur hópur undir nafninu Stykkishólmur og Hólmarar. Í forsvari fyrir þetta framtak er Elías H. Melsted sem segir tilgang síðunnar að stuðla að því að halda í menningarverðmæti í formi ljósmynda. Inn á síðuna í hópinn eru komnar 1373 ljósmyndir frá þeim sem hana skoða. „Markmiðið með síðunni er klárlega skemmtanagildi í fyrsta lagi, en gott væri ef vefsíðan verður til þess að ljósmyndasafnið (sem geymt er að mestu í kössum að ég tel) yrði tekið og gert að flottu safni. Svo er auðvitað hægt að rukka inn, og búa þannig til umgjörð utan um safnið….en það er alltaf gott að láta sig dreyma.“ segir Elías.
Með því að fara inn á síðuna er hægt að gleyma sér við myndaskoðun og má etv líkja þessu við slidesmyndasýningar fyrri ára, nema þarna færa notendur inn þanka sínar um myndefni og merkja jafnvel fyrirsætur. Oft hafa spunnist upp sögur og upprifjanir um liðna tíma svo það getur verið góð skemmtun að fletta í gegnum þetta efni.
Mynd: Hermann Guðmundsson tekin um 1980./ sp@anok.is