Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Styrkjum úr Uppbyggingarsjóði úthlutað

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóða í Grundarfirði 2015

Föstudaginn 5. júní kl. 15:00 verður haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Grundarfirði

Athöfnin verður haldin í Fjölbrautarskóla Snæfellinga Grundargötu 44.

þar verður glaðst með styrkþegum og veitt viðurkenningarskjöl þeim sem hæsta styrki hljóta í ár. Öllum styrkþegum er boðið til hátíðarinnar.

Styrkir úr uppbyggingarsjóð koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður. Styrkir voru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, til stofn- og rekstrarstyrkja menningarverkefna og menningarstyrkir.

Fagnefnd og úthlutunarnefnd hafa farið yfir umsóknir um styrki til Uppbyggingarsjóðs.

Umsóknir um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar voru samtals 29.

Úthlutað var 11.000.000kr til 9 verkefna.

Umsóknir til stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála voru alls 31 talsins,

Úthlutað var 8.380.000kr.til 18 verkefna

Umsóknir um menningarstyrkir voru samtals 78.

Úthlutað var 16.875.000kr. til 51 verkefnis