Sumardagskrá Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komin út

snaefellsjokullFjölbreytt dagskrá verður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar að vanda.  Er að finna alls kyns ferðir við allra hæfi. Á tímabilinu 20. júní – 20. ágúst er vikulega boðið upp á: 2 tíma fræðsluferð um Djúpalónssand og Dritvík, klukkustundar barna- og fjölskyldustund á Arnarstapa og klukkutíma langa fræðsluferð um Svalþúfu og Lóndranga.

Dagskrá Þjóðgarðsins í heild er hér einstakar göngur eru einnig birtar á viðburðadagatali snaefellingar.is