Sungið út í vorið

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð dvaldi í fyrstu vorferð sinni undir stjórn Hreiðars Inga hér á Snæfellsnesi s.l. helgi og fór víða með söng. Fjölmargir tónleikar voru haldnir og sungið fyrir eldri og yngri íbúa á Nesinu góða. Vel var mætt á tónleika kórsins í Stykkishólmskirkju þar sem eldri perlur og glæný verk skreyttu dagskrána. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir utan kirkjuna þar sem kórfélagar sungu gesti út.

am/frettir@snaefellingar.is