Það tók í

Fimmtudaginn í síðustu viku skall á nokkur vindhvellur hér á Snæfellsnesi. Ferðir í Fjölbrautarskóla Snæfellsness voru felldar niður á fimmtudeginum en færðar til á miðvikudeginum. Húsbíll fauk á hliðina í Stórholtunum og var brugðið á það ráð að binda hann niður og fergja með steypuklumpi þar til veður lægði. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi. Skemmdir urðu á traktor í Helgafellssveitinni þegar þakplata fauk á hann sem ullu miklu tjóni. Hluti af þakinu á hlöðunni á Skildi fauk og skemmdir urðu á félagsheimilinu og húsum húsum í nágrenni við Skjöld.

sp@anok.is