Þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi

 

 

This slideshow requires JavaScript.

Þjóðbúningahátíðið Skotthúfan var haldin í Stykkishólmi s.l. helgi. Hófst dagskráin á föstudagskvöld þar sem boðið var upp á bíósýningu í gamla Stykkishólmsbíó sem nú hýsir Eldfjallasafn í dag. Sýnd var sjónvarpsgerð leikritsins Þið munið hann Jörund eftir Óskar Jónasson. Á laugardeginum hófst dagskrá kl. 11 þegar Norska húsið og Vinnustofa Tang og Riis opnaði. Fjölmargir leituðu ráða í Pop-Up saumastofunni frá Þjóðbúningastofunni 7 í höggi, Heimilisiðnaðarfélagi Íslands og Gullkistunni og fengu jafnvel lagfærða búninga sína á staðnum. Í gömlu kirkjunni var fluttur fyrirlestur um Sigurð Breiðfjörð og kveðið efni eftir hann.

Heldur var veðrið nú óhliðhollt hátíðinni á laugardeginum svo þjóðdansar sem vera áttu utandyra fluttust inn í Norska húsið. Síðan var þjóðbúningaklæddum boðið upp á kaffi og pönnukökur í betri stofunum.

Tengsl Jörundar við íslenska þjóðbúninginn voru til umfjöllunar í gömlu kirkjunni en fyrir hjartagæsku og siglingahæfileika Jörundar bjargaði hann áhöfn á brennandi skipi ásamt litlu af farmi en þar á meðal var þjóðbúningur sá er varðveittur er á Victoria & Albert Museum í London, sá eini af þeirri gerð sem kallast Faldbúningur í dag.

Dagskrá laugardagsins lauk á kvöldvöku í Vinnustofu Tang og Riis þar sem flutt var tónlist frá þeim tímum er Jörundur var uppi og svo tónlistin úr leikritinu Þið munið hann Jörund. Góð stemning myndaðist í vinnustofunni þar sem gestir tóku undir í söngnum. Á sunnudeginum voru svo norrænir djasstónleikar í Stykkishólmskirkju þar sem danskur kvartett var á ferðinni. Frábærir tónleikar þar á ferð.

 

frettir@snaefellingar.is