Þjóðlög í Vatnasafninu

Anna Jónsdóttir (tel +354 864 0426) (2)Sunnudaginn 6. september klukkan 20:30 flytur Anna Jónsdóttir sópransöngkona íslensk þjóðlög í töfrandi rými Vatnasafnsins í Stykkishólmi, þar sem ljós og vatn mynda magnaða umgjörð um forna texta og tóna. Anna mun syngja þjóðlögin án meðleiks og eins og andinn blæs henni í brjóst, segja frá þjóðlögunum, sögu þeirra og bakgrunni og hvernig hún tengist þeim.
Anna er nýkomin úr tónleikaferð um landið sem nefndist „Uppi og niðri og þar í miðju“ þar sem hún söng í hellum, vitum, kirkjum, ónsnortinni náttúru, verksmiðjum, sundhöll, pakkhúsi, söfnum og lýsistanki, og koma þessir tónleikar ásamt tónleikaferðinni, í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR, sem var hljóðritaður í Akranesvita og lýsistanki í Djúpavík síðasta sumar og kom út í október í fyrra.

sp@anok.is