Tíðafar í september

Veðurstofa Íslands hefur tekið saman yfirlit um tíðafar á landinu í septmber og kemur þar fram að það var almennt talið hagstætt á landinu og hlýtt var í veðri. Á fáeinum stöðvum varð mánuðurinn sá hlýjasti á árinu. Úrkoma var lítillega yfir meðallagi um landið sunnanvert, en víðast undir meðallagi fyrir norðan. Á fáeinum stöðvum vestan til á Norðurlandi var óvenjuþurrt.

Hiti

stöð hiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2005 til 2014 °C
Reykjavík 9,1 1,8 25 til 26 145 0,6
Stykkishólmur 9,1 2,4 15 169 1,1
Bolungarvík 8,9 2,8 13 118 1,6
Grímsey 8,4 3,1 8 142 1,6
Akureyri 9,6 3,2 11 134 1,7
Egilsstaðir 9,5 3,3 3 61 1,8
Dalatangi 8,8 2,2 9 77 0,8
Teigarhorn 9,3 2,4 8 143 1,1
Höfn í Hornaf. 9,8 2,1 1,3
Stórhöfði 9,1 1,8 19 139 0,6
Hveravellir 5,4 3,0 5 51 1,8
Árnes 8,8 2,1 15 136 1,1

Meðalhiti og vik (°C) í september 2015.

Hæsti hiti mánaðarins mældist á Seyðisfirði þann 7., 24,1 stig og er það jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á árinu.

 

September varð hlýjasti mánuður ársins á 47 sjálfvirkum stöðvum (rétt um 30 prósent allra stöðva), og á 23 stöðvum vegagerðarinnar (rúm 25 prósent). Þetta er er óvenjulegt – þessi hlutfallstala virðist þó hafa verið enn hærri í september 1958.

Úrkoma

Úrkoma var lítillega yfir meðallagi um landið sunnanvert, en víðast undir meðallagi fyrir norðan. Á fáeinum stöðvum vestan til á Norðurlandi var óvenjuþurrt.

Úrkoman í Reykjavík mældist 76,7 mm og er það um um 15 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 66,9 mm og er það um 18 prósent umfram meðallag.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 18 í Reykjavík, 6 fleiri en í meðalári. Á Akureyri voru slíkir dagar 4, 4 færri en í meðalári. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 1 mm eða meiri 13 daga, 2 fleiri en í meðalári.

Vindur og loftþrýstingur

Meðalvindhraði var nærri meðallagi. Austlægar og suðlægar áttir voru ríkjandi lengst af í mánuðinum. Ekki var mikið um illviðri. Þó var mjög víða hvasst þann 9. og 10. og voru þá sett ný septembervindhraðamet á 15 sjálfvirkum stöðvum (sem athugað hafa meir en 4 ár) og á 6 stöðvum Vegagerðarinnar. Minniháttar foktjón varð þessa tvo daga. Ökumenn með tengivagna lentu einnig í erfiðleikum á vegum landsins fleiri daga.

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1008,2 hPa og er það 2,7 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Þetta er hæsti meðalþrýstingur í september frá 2002.

Sjá meiraá vedur.is