Umsækjendur um stöðu aðstoðarskólameistara FSN

Eins og fram hefur komið var Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga frá 1. ágúst s.l. Hún starfaði áður sem aðstoðarskólameistari skólans. Í kjölfarið var auglýst eftir aðstoðarskólameistara.

Umsækjendur um stöðuna eru:
Hólmfríður Friðjónsdóttir
Sigríður Guðbjörg Arnardóttir
Sólrún Guðjónsdóttir.

Allar starfa þær við FSN. Þessa dagana er verið að vinna með umsóknir hjá ráðningarskrifstofu og mun liggja fyrir um og eftir helgina hver niðurstaða verður.

sp@anok.is