Undirbúningur aðventusýningar

IMG_0820Nöfnurnar og vefnaðarkonurnar Ingibjörg Hildur og Ingibjörg Helga voru í óðaönn að undirbúa sýningu í gær í Vinnustofu Tang og Riis sem opnar um þarnæstu helgi.
Það styttist í aðventuna og er jólavarningur kominn fram í margar verslanir nú þegar. Fyrsti sunnudagur í aðventu er 29. nóvember og það lítur út fyrir að nóg verði um að vera hér í Hólminum þá helgi. Tónleikar í Stykkishólmskirkju, jólahlaðborð á Hótel Stykkishólmi, sýningaropnun í Tang & Riis, Norska húsið komið í jólabúning, jólabazar Hringskvenna og svo mætti halda áfram. Aðventudagatali Stykkishólms-Póstsins verður dreift með blaðinu 26. nóvember og þarf enginn að örvænta – það verður nóg um að vera, eins og venjulega, í Stykkishólmi á aðventunni.

sp@anok.is