Undirskriftasöfnun á næstunni

Nokkur viðbrögð hafa verið vegna greinar (sjá hér) sem birtist í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins. Í greininni, sem var aðsend, fer Lárus Ástmar Hannesson nokkrum orðum um miðbæjarskipulagið og nefnir þar mögulega atkvæðagreiðslu íbúa. Tekur hann þar fram að samkvæmt sveitastjórnarlögum geti ákveðið hlutfall kosningabærra manna óskað eftir atkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn tæki þá óskina til umfjöllunnar.

Samkvæmt Lárusi voru nokkur viðbrögð við greininni. Fólk hafði samband til að forvitnast um undirskriftir og framkvæmd. Lárus segir í samtali við fréttaritara að undirskriftarsöfnun verði en nánari skýringa verður að vænta síðar. Nú þurfi að ákveða formlegar leiðir svo að af verði. Greinina hafi hann skrifað til að kanna áhuga á efninu og hvort áhugi væri fyrir því hjá íbúum að fá að greiða atkvæði um nýtt miðbæjarskipulag.