Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Úrhelli og hviður

Veðurstofa Íslands varar fólk við mikilli rigningu sunnan- og vestantil á landinu í nótt og á morgun. Í tilkynningu er fólk beðið um að huga að niðurföllum og tryggja að vatn komist að þeim. Á þessum árstíma fella tré lauf sem auðveldlega geta stíflað niðurföll með tilheyrandi vatnsskaða. Búist er við að flóðahætta myndist í minni ám og lækjum.

Gert er ráð fyrir nær samfelldri rigningu í nótt og fyrri part fimmtudags. Einnig er varað við allhvössum eða hvössum vindi.