Utangarðs

augl-vatna-bokcoverÁ laugardaginn munu Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir kynna nýútkomna bók sína Utangarðs? – Ferðalag til fortíðar í Vatnasafninu kl. 15
Sumarið 2013 var haldin í Þjóðarbókhlöðunni sýning sem hlaut nafnið Utangarðs? Þar var gerð grein fyrir lífi og starfi um þrjátíu einstaklinga sem á einhvern hátt féllu ekki inn í það samfélag sem þeir lifðu í. Grunnurinn að baki þeirri sýningu var rannsókn sem Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir gerðu á safnkosti handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og markmið sýningarinnar var að draga fram í dagsljósið handrit sem tengdust utangarðsfólki.
Í kjölfarið á sýningunni hófust þær Halldóra og Sigríður handa við að skrifa bók um efnið. Þar er sögð saga utangarðsfólks á Vesturlandi og Vestfjörðum og tengd við safnkost handritasafns. Margt áhugavert kom í ljós þegar farið var að leita í handritageymslunum sem ratað hefur í bókina þ.á.m. handrit sem utangarðsmenn hafa skrifað, sendibréf sem þeir hafa fengið, skjöl sem þeim tengjast og dagbækur sem þeir hafa skrifað.