Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

SL_vesturland-01S.l. föstudag var úthlutað styrkjum úr hinum nýja Uppbyggingarsjóði Vesturlands sem til varð er Vaxtarsamningur og Menningarsjóður Menningar-ráðs Vesturlands runnu saman snemma á þessu ári. Úthlutunin fór að þessu sinni fram í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Stofn- og rekstrarstyrkir vegna menningarverkefna voru samtals kr. 8.380.000 og hingað í Stykkishólm komu kr. 400.000 til Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla – Norska hússins til opnunar alls ársins og Listvinafélag Stykkishólmskirkju fékk sömuleiðis kr. 400.000 til að kaupa búnað fyrir sýningaraðstöðu.
Menningarstyrkir voru að upphæð kr. 16.875.000 samtals.

Verkefnin hér í Stykkishólmi sem hlutu styrki voru:
Norska húsið fyrir sýninguna Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð kr. 400.000 og fyrir Skotthúfuhátíð 2015 kr. 250.000,
Listvinafélag Stykkishólmskirkju Menningarstarfsemi allt árið í Stykkishólmskirkju kr. 300.000,
Vatnasafnið Menningarviðburðir kr. 300.000,
Júlíana – hátíð sögu og bóka kr. 250.000 og
Leir7 ehf Sumarsýning kr. 250.000

Í fyrsta sinn var einnig úthlutað styrkjum til atvinnu- og nýsköpunar úr sameiginlegum Uppbyggingarsjóði.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð kr. 11.050.000 í þessháttar verkefni. Sporð-skurðarvél Unnsteins Guð-mundssonar í Grundarfirði var eitt verkefna á Snæfellsnesi sem fékk styrk vegna atvinnu- og nýsköpunar kr. 1.500.000
Samtals voru veittir styrkir að upphæð kr. 36.305.000.

sp@anok.is