Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

SL_vesturland-01S.l. fimmtudag fór fram önnur úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands sem er sameinaður sjóður fyrir menningar og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Úthlutunin fór fram í Tónbergi á Akranesi. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Akraness vor flutt við athöfnina.
Í ár var tekin sú ákvörðun að úthluta fleiri styrkjum en stundum áður og við það hlutu mörg verkefni styrki en á móti voru upphæðirnar lægri á bak við hvern styrk. Samtals var úthlutað 28.750.000 kr. í menningarstyrki en 14.400.000 kr. í atvinnu- og nýsköpunarstyrki.

Hér á Snæfellsnesi fengu eftirtalin verkefni styrki:

Stofn- og rekstrarstyrkir:
Frystiklefinn á Rifi,
kr. 1.000.000
Norska húsið,
kr. 500.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar,
kr. 500.000
Sjómannagarðurinn á Hellissandi,
kr. 500.000
Listvinafélag Stykkishólmskirkju,
kr. 300.000

Samtals kr. 2.800.000.

Verkefnisstyrkir:
Frystiklefinn á Rifi,
kr. 1.000.000
Northern Wave í Grundarfirði,
kr. 500.000
Tónlistarskóli Stykkishólms
vegna Tónvest,
kr. 500.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar,
fjölmenningarhátíð,
kr. 400.000
Sýningar,
kr. 250.000
Örnefnaskráning í Snæfellsbæ,
kr. 200.000
Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju,
dagskrá,
kr. 400.000
Svæðisgarðurinn Snæfellsness,
Virkjum sköpunargleðina,
kr. 400.000
Hafþór Smári Guðmundsson
Stykkishólmi,sköpun hljóðfæris,
kr. 300.000
Listvinafélag Stykkishólmskirkju,
dagskrá
kr. 300.000
Norska húsið, Skotthúfan,
kr. 300.000
Norska húsið,
Aton húsgögn,
kr. 250.000
Norska húsið,
Miðstöðvar og mangarar í Breiðafirði,
kr. 250.000
Norska húsið,
Vatnið 1,
kr. 100.000
Stórsveit Snæfellsness,
Funky Snæfellsnes,
kr. 250.000
Júlíana hátíð sögu og bóka,
kr. 250.000
Leir 7,
Rakubrennsla,
kr. 200.000
Sögustofan,
Söguvagninn Brandþrúður,
kr. 200.000

Samtals kr. 6.050.000.

Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir:
Vör Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð, Notkun hliðar-sónars við leit að drauganetum í Breiðafirði.
kr. 2.100.000.

frettir@snaefellingar.is