Útskrift Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Nýstúdentar FSN 22.05.2015:  Amila Crnac, Ásdís Magnea Erlendsdóttir, Birna Hermannsdóttir, Bjarki Sigurvinsson, Emil Robert Smith, Erla Guðný Pálsdóttir, Guðbjörg Valsdóttir, María Rún Eyþórsdóttir, Páll Gunnar Svansson, Sigrún Pálsdóttir, Sólveig Ásta Bergvinsdóttir, Steinþór Stefánsson, Szymon Bednarowicz, Vignir Snær Stefánsson. Ljósmyndina tók Tómas Freyr Kristjánsson.
Nýstúdentar FSN 22.05.2015: Amila Crnac, Ásdís Magnea Erlendsdóttir, Birna Hermannsdóttir, Bjarki Sigurvinsson, Emil Robert Smith, Erla Guðný Pálsdóttir, Guðbjörg Valsdóttir, María Rún Eyþórsdóttir, Páll Gunnar Svansson, Sigrún Pálsdóttir, Sólveig Ásta Bergvinsdóttir, Steinþór Stefánsson, Szymon Bednarowicz, Vignir Snær Stefánsson.
Ljósmyndina tók Tómas Freyr Kristjánsson.

Föstudaginn 22. maí brautskráðust 14 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Amila Crnac, Bjarki Sigurvinsson, Gunnar Páll Svansson og Sigrún Pálsdóttir. Af listnámsbraut útskrifuðust Ásdís Magnea Erlendsdóttir og Sólveig Ásta Bergvinsdóttir. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Emil Róbert Smith, Erla Guðný Pálsdóttir, María Rún Eyþórsdóttir, Steinþór Stefánsson, Szymon Bednarowicz og Vignir Snær Stefánsson. Með viðbótarnám til stúdentsprófs útskrifuðust Birna Hermannsdóttir og Guðbjörg Valsdóttir.

Athöfnin hófst á því að Amelía Rún Guðlaugsdóttir og Gréta Sigurðardóttir nemendur úr Tónlistarskóla Grundarfjarðar sungu lagið I see fire sem frægt er orðið í flutningi Ed Sheeran, við undirleik Önnu Halldóru Kjartansdóttur einnig nemanda við sama tónlistarskóla. Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jón Eggert Bragason brautskráði síðan nemendur og flutti ávarp. Í ávarpinu talaði hann m.a. um það hversu mikilvægt það væri að setja sér markmið og vinna að þeim af heilindum. Hann sagði einnig að einstaklingur með metnað, sjálfstæði í hugsun og athöfnun væri líklegri til þess að skapa eitthvað nýtt heldur en sá sem bíður eftir því að vera sagt fyrir verkum. Nútímasamfélag kallaði á slíkt frumkvæði og hann efaðist ekki um að þessi hópur næði að setja mark sitt á samfélagið sem þau vildu lifa og starfa í. Jón Eggert fór – yfir það að fyrir ári síðan hafi skólinn átt 10 ára afmæli og hafi þá verið færðar góðar gjafir – sem verða notaðar til þess að bæta aðstöðu fyrir kennslu -listgreina og kaupa á spjaldtölvum svo fátt eitt sé nefnt. Skólameistari fjallaði einnig um kennsluhætti FSN sem eru oftar en ekki eru bornir saman við vinnubrögð í Háskólum. Kynntar voru nýjar námsbrautir FSN sem byggðar eru á áherslum námskrár frá 2011. –   Hann fjallaði líka um breytingar sem ákveðið hefur verið að gera í íslenskum framhaldsskólum eins og styttingu náms til stúdentsprófs og innritun nemenda eldri en 25 ára en samkvæmt því getur FSN ekki innritað eldri nemendur næsta haust þar sem skólinn sé að laga sig að 25ára reglunni.

Jón Eggert kvaddi síðan með blómvendi þær Helgu Lind Hjartardóttur og Unu Ýr Jörundsdóttur en Helga hefur starfað við skólann frá árinu 2006 en Una frá stofnun hans. Að lokum kvaddi hann allt starfsfólk og nemendur og þakkaði samstarfið seinustu 5 ár.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti síðan nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi þetta vorið hlaut Vignir Snær Stefánsson. Hann fékk veglega bókagjöf frá Sveitafélögunum sem standa að skólanum og peningagjöf frá Landbankanum í Snæfellsbæ. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í lýðheilsu- og íþróttatengdum áföngum frá Embætti Landlæknis. Sigrún Pálsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og félagsgreinum gefin af Arion Banka og sveitafélögunum. Emil Róbert Smith hlaut viðurkenningu frá Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan árangur í stærðfræði og eðlisfræði. Steinþór Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og íslensku gefin af sveitafélögunum. Hann hlaut einnig viðurkenningu í þýsku gefin af Þýska Sendiráðinu. Amila Crnac hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku ásamt því að fá viðurkenningu frá deild erlendra tungumála, málvísinda og bókmennta við HÍ. Amila hlaut einnig viðurkenningu Ísbrúar – félags kennara sem kenna Íslensku sem annað tungumál fyrir frábæra frammistöðu í námi í íslenskum framhaldsskóla.

Kvenfélagið Gleym mér ei gaf einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í List- og verkgreinum, þau hlutu þau Emil Róbert Smith og Sólveig Ásta Bergvinsdóttir.

Nýstúdentinn Ásdís Magnea Erlendsdóttir flutti svo án undirleiks lagið Sommertime eftir Gershwin úr söngleiknum Porky og Bess.

Þær Amelía, Gréta og Anna Halldóru fluttu svo annað lag og nú sungu þær og spiluðu lagið Make you me feel you love eftir Adele. Þessar efnilegu söng- og tónlistakonur settu persónulegan sem og hátíðlegan brag á athöfnina.

Sólrún Guðjónsdóttir flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks og Erla Lind Þórisdóttir flutti ræðu fyrir hönd 5 ára stúdenta.

Emil Róbert Smith og Sólveig Ásta Bergvinsdóttir héldu sameiginlega kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta þar sem þau kvöddu skólann og starfsfólk hans á einlægan og skemmtilegan hátt. Áður en skólameistari sleit ellefta skólaári FSN og bauð gestum í kaffi og kökur þá fékk Björg Ágústsdóttir formaður skólanefndar orðið en hún ásamt Sigríði Finsen skólanefndarkonu kvöddu Jón Eggert Bragason fráfarandi skólameistara FSN. Þær þökkuðu honum samstarfið og sögðu að það væri með miklum trega sem þær væru að kveðja hann eða útskrifa eins og Björg orðaði það, enda verði erfitt að fylla í hans skarð þar sem hann hefur verið afar farsæll í starfi hér við skólann.