Vel lukkaður heimamarkaður á Snæfellsnesi

Matarmarkaður Svæðisgarður  Heimamarkaður var haldinn í Sjávarsafninu í Ólafsvík laugardaginn 31. október síðastliðinn.
Fyrir markaðnum stóð Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Um var að ræða matarmarkað þar sem framleiðendum á Snæfellsnesi bauðst að koma til að kynna og selja sínar afurðir. Markmiðið með markaðnum var að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi og einni að hægt væri að kaupa mat ásamt því að hitta þá sem framleiða hann. Alls tóku 16 aðilar þátt í verkefninu með kynningum og sölubásum. Seldu margir upp það sem þeir tóku með sér og ýmist náðu í meira eða tóku niður pantanir. Varð þarna til alvöru stefnumót
framleiðenda og annarra íbúa og urðu nokkur viðskiptasambönd til að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur
framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsnes. Á markaðnum var vöruScreen Shot 2015-11-11 at 15.09.30merki Svæðisgarðsins kynnt og fengu íbúar Snæfellsness að kjósa um nokkrar útgáfur. Sjávarrannsóknasetrið Vör var með mjög
áhugaverða kynningu á sinni starfsemi, Fiskmarkaður Íslands sýndi fiska í ísbaði og einnig voru hugmyndir
um enduropnun Sjávarsafnsins kynntar og komast þær vonandi í framkvæmd. Heppnaðist þessi viðburður
vonum framar og frá því dyrnar voru opnaðar klukkan 12 var stöðugur straumur af fólki, víða af Snæfellsnesi og voru allir mjög ánægðir með markaðinn, hvoru megin borðs sem þeir stóðu.
Meðal framleiðenda sem tóku þátt voru Stakkhamar, Neðri-Hóll og Knarrartunga með kjöt, Hamrabúið með egg, Lágafell með salat og sæhvönn, Lýsuhóll með gulrætur, Hofsstaðir með rabbabarasultu, Bjarnarhöfn með hákarl og fleira, Reykhöllin með reyktan fisk ásamt fleiru og Hótel Rjúkandi með heitt súkkulaði og kökur.
Birtist í Jökli 5.11.2015