Velheppnaður ljúfmetismarkaður

Bryddað var upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að stofna til matarmarkaðar hér í Stykkishólmi s.l. laugardag í húsnæði Rækjuness á Reitarveginum. Það voru þær Theódóra Matthíasdóttir og Sara Hjörleifsdóttir sem höfðu veg og vanda að markaðnum og fengu í lið með sér matvælaframleiðendur og veitingahús í Hólminum og nágrenni. Húsnæðið á Reitarvegi er skemmtilega hrátt og staðsetningin studdi vel við framtakið enda létu gestir sig ekki vanta. Þarna var hægt að smakka allskonar góðgæti og var hvert öðru betra. Í stuttu spjalli við Stykkishólms-Póstinn kvað Theódóra þær stöllur mjög ánægðar og að klárlega yrði framhald á og jafnvel strax næsta sumar – hvort sem staðsetningin yrði áfram þarna eða ekki.

sp@anok.is